Samstarfsáætlun um atvinnulíf fjallar um pólitísk forgangsmál og markmið samstarfsins á sviðinu, þar með talin bygginga- og húsnæðismál, á árunum 2025–2030. Samstarfsáætlunin byggist á því verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar að stuðla að því að uppfylla framtíðarsýnina um Norðurlönd sem sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Þrjú meginmarkið samstarfsáætlunarinnar leggja áherslu á að grænum og stafrænum umskiptum sé flýtt, á Norðurlönd sem leiðandi á sviði sjálfbærra rekstrarlíkana og hringrásarhagkerfis og á öflug svæðibundin og hnattræn markaðstækifæri fyrir norræn fyrirtæki.